Hlusta

Berlinale kvikmyndahátíðin 2018

In by admin42

Kvikmyndahátíðin í Berlín hófst fyrir um viku síðan. Þetta er ein stærsta kvikmyndahátíð í heimi og ein sú virtasta. Þar eiga sér ekki einungis stað keppnir í alls konar flokkum, heldur líka ýmsir atburðir og síðast ekki síst á sér stað evrópski kvikmyndamarkaðurinn. Þar selur Kvikmyndamiðstöð Íslands og aðrir dreifingaaðilar íslenskar myndir í sjónvarp, hátíðir og leiguna víða um heim. Auðvitað eru þar líka kvikmyndamiðstöðvar annarra landa. Kvikmynda- og myndlistarkonan Hulda Rós Guðnadóttir er stödd á hátíðinni og fer á milli atburða og kvikmyndasýninga ásamt því að spjalla við fólk á hátíðinni í þeirri viðleitni að flytja fréttir heim til Íslands. Fyrsti útvarpspistill hennar heyrðist í Lestinni á RUV á miðvikudag en hér á Alvarpinu er heimsfrumsýndur pistill númer tvö.

Sagt verður frá Tómasi Lemarquis leikara á hátíðinni og spjallað verður stuttlega við Ísoldi Uggadóttur og Maríu Sólrúnu leikstjóra. Einnig verður kíkt á nokkrar myndir í mismunandi flokkum hátíðarinnar sem sýndar voru um síðustu helgi.

admin42Berlinale kvikmyndahátíðin 2018
Hlusta

Bíó Tvíó #65 – Dís

In by admin42

Óvenjulega venjuleg stelpa er í aðalhlutverki í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á Dís frá 2004 og pældu í tískubylgjum Sirkús/Spúútnik/Gel-tímabilsins. En hvað er súld? Mun takturinn ná okkur öllum? Hvað er málið með fakíra? Allt þetta og Nýja testamenti Gídeonfélagsins í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #65 – Dís
Hlusta

Með á nótunum #1

In by admin42

Með á Nótunum er spjallþáttur í umsjón Natalie Gunnarsdóttur og Óla Hjartar Ólasonar.

Dægurmál eru í forgrunni og Íslenska djamminu eru líka gerð góð skil. Góðir gestir koma í heimsókn og engin málefni eru látin ósnert.

Hispurslaust hjal sem engin má missa af!

Í þessum fyrsta þætti segir Óli okkur frá Kaupmannahafnardvöl sinni. Það var farið yfir sviptingar í Íslenska djammlandslaginu. Line-up á Sónar og Solstice var rætt. Farið var yfir “Ryder” hjá Bonnie Tyler og Elton John. Ping Pong barinn hennar Susan Sarandon kom við Sögu. Eurovision keppninn var rædd og skúbbuðum þar smá frá innlendu keppninni og margt, margt fleira!

admin42Með á nótunum #1
Hlusta

Bíó Tvíó #64 – Didda og dauði kötturinn

In by admin42

Suðurnes voru í brennidepli þessa vikuna þegar Andrea og Steindór horfðu á Didda og dauði kötturinn frá 2003. Barna- og fjölskyldumynd um áhrif lýsis á skilningarvitin. En hvernig heldur Dangerous Minds sér? Hvaða leikarar vilja bara leika fullkomnar persónur? Og um hvað er textinn í Gangsta’s Paradise? Allt þetta og víkingaklappið í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #64 – Didda og dauði kötturinn
Hlusta

Bíó Tvíó #63 – Börn

In by admin42

Mynd um barnalega fullorðna var til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á Börn, fyrri myndina í svart-hvíta tveggja kynslóða tvíleik Vesturports og Ragnars Bragasonar. En hvar fellur myndin inn í Matt Damon seríuna? Hvert er besta jóladagatalið? Hvort var betra, New World spilið eða Verðbréfaspilið? Allt þetta og KFC rasismi í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #63 – Börn
Hlusta

Fillifjónkan 20. þáttur – Kirsuberjajukkskelin

In by admin42

Fillífjónkan er risin eftir langan vetur í Múmíndal og segir frá ævintýrum sínum.

Lára siglir á grasi með dvergakrókódílum og drekkur kokteila með Will Smith. Júlía fór á Hlemm með fínustu konum í Reykjavík sem breyttu pappadiskum í mávastell.

Jesú fær tarotspá dagsins og er hvattur til að hætta með drama, og fylla bara kaleikinn af búsi.

Besti Nóakonfektmolinn:
Kirsuberjajukkskelin

admin42Fillifjónkan 20. þáttur – Kirsuberjajukkskelin
Hlusta

Popp og fólk 14: Raggi og The Last Jedi

In by admin42

Ragnar Hansson kemur í annað sinn í Popp og fólk og í þetta sinn ræðir Melkorka við hann um Star Wars Saga: The Last Jedi. Hér er fólk sem hefur rætt Stjörnustríðsmyndir í þaula í þáttunum Trí ló gík. Hér taka þau upp þráðinn í nýjustu myndinni og eru síður en svo skoðanalaus.
Munið að hér er spillt og spoilað!

admin42Popp og fólk 14: Raggi og The Last Jedi
Hlusta

Bíó Tvíó #62 – Sumarlandið

In by admin42

Eru draugar og álfar til? Hver eru mörk mannlegrar skynjunar? Andrea og Steindór fóru á stúfana í Bíó Tvíó vikunnar og horfðu á Sumarlandið frá 2010. En hvað er málið með minjagripi? Er Steindór eins og Snúður? Af hverju eru unglingar alltaf að byrja með vinum sínum? Allt þetta og Wile E. Coyote í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #62 – Sumarlandið