poetrygo_logo

Póetrý gó 7. þáttur: Kettir

In by admin42

Kattakonurnar Fríða og Brynja láta draum sinn rætast með því að verja heilum þætti í að fjalla um sín eftirlætisfyrirbæri: ljóð og ketti. Þær rannsaka hvernig kötturinn birtist ítrekað í skáldskap og hvernig kötturinn orkar á mann á göngutúrum. Flanörinn og kattaeigandinn Óskar Árni Óskarsson mætir í stórskemmtilegt viðtal og ekki allsendis óvíst að hlustendum muni líða líkt og ketti sem er klappað þegar þeir hlusta á frásagnir hans. Flutt eru malandi góð ljóð eftir Sigurð Pálsson, Halldóru K. Thoroddsen og Dag Hjartarson. Fríða flytur svo pistil um innrás kattar í hveitibrauðsdaga ungra hjóna.

admin42Póetrý gó 7. þáttur: Kettir