iskisur_logo

Ískisur 23 – Bók 3 – Kaflar 1-2 – Nærbuxnakisar

In by admin42

Ískisur er skemmtiþáttur um bókmenntir og dýralíf. Vinkonurnar Birna, Helga og Kristín ræða vikulega um tvo kafla úr erótíska og sýrða bókabálknum Ísfólkið. Í lok hvers þáttar er rædd Net-kisa vikunnar.

Loksins… það sem stelpurnar hafa beðið eftir bók 3, Hyldýpið! Í þætti vikunnar komumst við að því að Kristín var einu sinni harður unglingur. Helga reiknar bara sjálf í huganum. Hversu erfitt er að halda í sér í fimm ár? Hversu oft þarf að bjarga Sunnu frá sjálfum sér? Hvað þá Helgu? Er nokkuð svo slæmt að drepa tvo á fimm árum? Eru ánamaðkar með tungur? Hvernig skal hátta birgðastjórnun Voodoo dúkka? Er hægt að banga í bát þegar allir eru sjóveikir? En stærsta spurning er mun Kristín fá sér nýjan hringitón?

Ískisur — Viltu klappa kisunni minni?

admin42Ískisur 23 – Bók 3 – Kaflar 1-2 – Nærbuxnakisar