drgunni

Í kasti með Dr. Gunna #5 – Rona Elliot

In by admin42

Rona Elliot er í kasti með Dr. Gunna í dag. Rona er Íslandsvinur og var hér nýlega á ferð með vinkonu sinni Yoko Ono. Þegar hún fékk áhuga á tónlist snemma á 7. áratugnum var nánast óþekkt að konur væru að skipta sér af þessu, nema sem grúppíur eða bakraddasöngkonur. Rona lét ekki setja sér stólinn fyrir dyrnar og hefur komið víða við, helst sem frétta- og blaðakona bæði í útvarpi og sjónvarpi.

Rona ólst upp í LA en ferðaðist víða: Var viðstödd hina frægu Newport þjóðlagahátíð þar sem Bob Dylan stakk rafmagnsgítar í samband og sjokkeraði ferkantaða þjóðlagajálka, og var ein af þeim sem störfuðu á bakvið tjöldin á Woodstock hátíðinni 1969.

Í sameiginlegum rokknördisma fara þau Dr. Gunni um víðan völl en eyða mestu púðri í Woodstock hátíðina, sem er jú goðsagnakenndasta og frægasta tónlistarhátíð rokksögunnar.

admin42Í kasti með Dr. Gunna #5 – Rona Elliot