Fillifjónkan 31. þáttur – Straumhvörf og snjóþotur

In by Alvarpið

Það er vetur í Múmíndal. Fillifjónkan gerir upp árið og öll þau gömlu með í nýárssprengju frúarinnar. Tarotspil ársins gefur von um mikil straumhvörf í lífi Fillifjónkunnar, spurningar vakna um hvort Siglufjörður sé enn draugabær eins og hann var árið 1994 og í fréttum af frægum kemur fram að Bogi Ágústsson sást versla sér snjóþotu í úthverfi Stokkhólms um hátíðirnar.

Vakin er athygli á að þrátt fyrir að kviknað hafi í andlitsmaska sem óvart rataði í bakaraofninn í miðjum þætti – þá slasaðist enginn við gerð þáttarins.