Fillifjónkan 29. þáttur – Lionsklúbbar á Júpíter

In by Alvarpið

Loksins er Fillifjónkan mætt með 29. Þáttinn sinn, en 29 er einmitt tala heilags Mikaels og fjöldi allra þeirra bjóra sem Júlía hefur stolið úr grænmetisskúffu föður síns í mánuðinum.
Lára segir söguna af brúðarkjólnum og örlögum hans, sem hún hefur þegar skrifað lífsreynslusögu um sem hún hyggur á að birta í Vikunni. Júlía ræðir sjálfsefann, skítamixið og uppskeru skáldsögunnar Drottningarinnar á Júpíter (allt sem hún segir engum nema Fillifjónkunni).
Lára spilar Elton John í 29. skipti, talar um draum sinn að rækta Dahlíur. Júlía segir frá nýliðnum samskiptum sínum við Lionsklúbb á Kringlukránni og ævintýrinu sem aldrei kom út.