fillifjonkanLogo

Fillifjónkan 23. þáttur – Rex

In by admin42

Minjavörðurinn Lára skiptir sangria út fyrir hlaupaofskynjunarvímu því hún er að æfa sig fyrir hálfmaraþon í Stokkhólmi. handritshöfundurinn Júlía er enn að jafna sig á hvað jógahipparnir voru væmnir í jógastúdíóinu í þetta fyrsta og hinsta sinn sem hún mætti – og gubbaði.
Lára opinberar ást sína á unglingsárunum, jafnvel þó að í tilviki Fillífjónkunnar hafi það verið tími ranghugmynda á borð við þá rökvillu að Coldplay væru kúl en Britney Spears ekki.
Júlía rifjar upp erfið ár í Berlín þegar hún var catfish á fólk.is spjallinu þrettán ára, drakk kakao við grindverkið á leikvellinum og bölvaði lögregluhundinum Rex. Lára kynntist því að vera “fomo” þegar hún missti af foreldralausum partýum og allir höfðu gaman án hennar.

Lára fær tarotspádóm 23.þáttar en það prýða fimm skeggjaðir menn í bleikum kjólum að slást með trjágreinar.
Lífið á sögulega innkomu þegar það hringir inn í þáttinn í beinni og biður um óskalag.

admin42Fillifjónkan 23. þáttur – Rex