fillifjonkanLogo

Fillifjónkan 12. þáttur – Bangsi í Barbílandi

In by admin42

Í þetta skipti mætir Lára í upptökur með koddafar og kaffi, en Júlía er háttuð upp í rúmi með bjór.
Lára talar um gildi heimilis og gefur ráðleggingar um hvernig er best að hössla kökusneiðar af saumaklúbbum þó maður eigi að vera farinn að sofa. Hún rifjar upp þegar mamma spilaði ABBA fyrir saumaklúbbinn og pabbi horfði a sömu tonleikamynd oft i röð en var alltaf jafnhissa yfir leynigestinum.

Júlía er nýflutt til Los Angeles frá New York, er enn í sjokki yfir glamúrlífinu, og segir frá því hvernig það er að vera Bangsi að þykjast vera Barbí.

Nóttina áður en ferðalag Júlíu hófst svaf hún með Kakkalakkapabba. Hún lysir þvi þegar hún tók lest timbruð frá New York til LA og konunni í vagninum sem söng lofsöng um Jesú í þrumuveðrinu. Hún deilir misheppnuðum tilraunum til að leigja sér herbergi í nýju borginni og þegar hún hitti skeggjaða konu en þorði ekki að biðja hana að spá fyrir sér.
Lára segir frá ferðalögum sínum um Nykjöping og Júlía spilar lag um vestur Virginíu.

Fillífjónkan fjallar um lestarferðir þar sem Lára les heimsbókmenntir en Júlía gluggar í US Weekly, tekur selfí, dreifir súkkulaði og skæpar við köttinn sinn. Lára segir frá þegar kynntist Ally McBeal í lest, Júlía gefur Húsvíkingum loforð um að keyra aldrei framhjá án þess að fá sér bjór á Gamla bauk

Existensíal spurningar þáttarins:

Ertu í Ken og Barbí eða ertu í Sylvaníó?
Er fyndið að spyrja einhvern í Chicago “hver var að fá si kakó?”
Er til eitthvað fallegra orð en “landgangur?”
Er til eitthvað betra en bland í skrjáfpoka?
Er slæmur fyrirboði að sjá sinn eigin hala?

Niðurstaða: New York er notendavæn fyrir Bangsa

admin42Fillifjónkan 12. þáttur – Bangsi í Barbílandi