biotvio_logo

Bíó Tvíó #81 – Eldfjall

In by admin42

Styggur gamall maður þarf að díla við sorg í Eldfjalli, mynd Rúnars Rúnarssonar frá 2011, sem er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór töluðu um sjálfsmorð í kvikmyndum og raunveruleikanum og veltu fyrir sér af hverju flestar íslenskar myndir eru í sama „genre“. En hvað er hægt að segja um Anthony Bourdain? Hvernig er Warschau bar í Neukölln? Og mun spá Steindórs um leik 4 í NBA úrslitunum ganga eftir (hint: hún gerir það ekki). Allt þetta og Bítlarnir í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #81 – Eldfjall