Bíó Tvíó #109 – Desember

In by Alvarpið

Jóladramað Desember frá 2009 er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór ræddu skíthæls aðalpersónu og millistéttar fátækt á heilagasta tíma ársins. En hvort er verra, neysluhyggja eða stress? Hvernig er hægt að breyta eyðslunni í kringum jarðarfarir? Og hvernig er þarmaflóra vina þinna? Allt þetta og corazón í Bíó Tvíó vikunnar!