Bíó Tvíó #108 – Grimmd

In by Alvarpið

Lögreglukona rannsakar stóð barnaníðinga í scandi-noir þrillernum Grimmd frá 2016. Andrea og Steindór ræddu betrun, klisjur og alla leikarana sem Steindór hefur unnið með. En hvað kom fyrir ImdB-skúrkinn? Hvað finnst Andreu um Svílendinga? Og hvernig er söguþráður lagsins Regulate? Allt þetta og kærur og ákærur í Bíó Tvíó vikunnar!