Bíó Tvíó #100 – Nói albinói

In by Alvarpið

Hundraðasti þáttur Bíó Tvíó er kominn í loftið! Andrea og Steindór fjölluðu um kvikmynd Dags Kára, Nóa albinóa, um hvernig það er að vera utanveltu í litlu samfélagi. En hvers konar hugljómun varð Steindór fyrir í Kraká? Hvernig er hægt að grafa undan kerfinu? Hver eru æðstu listformin? Allt þetta og freyðivín í Bíó Tvíó vikunnar!