Hlusta

nr. 16 – Auður Jónsdóttir

Áhugaverður dagsins er borinn fram með framandi heimsborgarabragði, því Auður Jónsdóttir rithöfundur mætir í kaffi til Ragnars, brakandi fersk frá Berlín. Þau ræða um þá miklu borg, auk hinna örlagadrifnu verk Auðar. Jömmí.

admin42nr. 16 – Auður Jónsdóttir
Hlusta

Áhugavarpið nr. 16 – Auður Jónsdóttir

In by admin42

Áhugaverður dagsins er borinn fram með framandi heimsborgarabragði, því Auður Jónsdóttir rithöfundur mætir í kaffi til Ragnars, brakandi fersk frá Berlín. Þau ræða um þá miklu borg, auk hinna örlagadrifnu verk Auðar.  Jömmí.

admin42Áhugavarpið nr. 16 – Auður Jónsdóttir
Hlusta

Áhugavarpið nr. 15 – Óskar Örn Árnason

In by admin42

Ragnar ræðir við Óskar Örn Árnason, bankastarfsmann og líklega afkastamesta kvikmyndagagnrýnanda landsins, en Óskar hefur fjallað um eina mynd á dag seinustu 5 árin á Facebook síðunni sinni. Áhugavarpið skoraði á hann að gera nýliðinn mánuð að japönskum mánuði og horfði hann á 31 mynd frá þessu stórskrítna landi í einni bunu. Í þættinum spjallar Ragnar við Óskar um áhugann, en einnig fara þeir lauslega yfir myndir mánaðarins. Já… ALLAR!

admin42Áhugavarpið nr. 15 – Óskar Örn Árnason
Hlusta

Áhugavarpið nr. 14 – Alvarpið

In by admin42

Í þetta sinn mun Áhugavarpið beina sjónaukanum upp í sitt eigið sjálfhverfa rassgat. Gestastjórnandi er Oddur Freyr Þorsteinsson, sem var að vinna meistaraverkefni um hlaðvörp í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands og hann henti í eitt slíkt sem hluta að verkefninu. Hann tók viðtal við Ragnar og Diljá Ámundadóttur, framkvæmdarstjóri Alvarpsins, um Alvarpið sjálft og hlaðvörp yfir höfuð. Í þættinum er áhugaverð umræða um hvað hlaðvarp er, hver staða þess er og hvert það getur stefnd. Auk þess ræðum við Diljá framtíð Alvarpsins, en allt stefnir í spennandi haust!

admin42Áhugavarpið nr. 14 – Alvarpið
Hlusta

Áhugavarpið nr. 8 – Bryndís Charlotte Sturludóttir

In by admin42

Ragnar ræðir við drekabanann Bryndísi Charlotte Sturludóttir sem var meðal fremstu atvinnumönnum heims í einum stærsta tölvuleik allra tíma, World of Warcraft. Með þeim í þættinum er Melkorka Huldudóttir, eiginkona Ragnars, en þau hjónin kannast eilítið við leikinn og ræða við Bryndísi m.a. um kynjahlutverk í tölvuleikjum, kynslóðabilin og raunveruleikann innan sem utan WoW.

admin42Áhugavarpið nr. 8 – Bryndís Charlotte Sturludóttir