Hlusta

Trí ló gík 13: Indiana Jones

In by admin42

Einn dyggasti hlustandi Trí ló gíkur, Eiríkur Jónsson, var alltaf að kvarta yfir hvað þríleikjaþættirnir væru stuttir og því buðu hjónin Melkorka og Ragnar honum tækifæri til að setja peninginn þar sem munnur hans er… og græddu af tá og fingri!

Dömur mínar og herrar: Fjórar klukkustundir af Indiana Jones.

Já… Fjórar!

Þetta hlýtur að vera einhverskonar Íslandsmet í hlaðvarpi. Allavegana miðað við höfðatölu. En á sama tíma má jafnvel kalla þetta stystu fjóra tíma í lífi þínu, því Trí ló gík býður þér í stórkostlegt ferðalag, fullt af fróðleik, fyndni og fáránlegum staðreyndum!

Hvað átti Indy upphaflega að heita? Af hverju fór Spielberg svona illa með Willie? Hvað er málið með Lucas og aaaaaallt of unga elskhuga?

Þetta og meira í þessari mögnuðu þrettándabombu Trí ló gíkur!

admin42Trí ló gík 13: Indiana Jones
Hlusta

Trí ló gík 12: Þrír litir Kieslowskis

In by admin42

Trí ló gíkur þáttur ,,fyrir þá sem hafa gaman af heimspeki og lífsspeki’’

Fáir komast með tærnar þar sem hún Sigríður Pétursdóttir hefur hælana þegar kemur að Litaþríleik Krzysztofs Kieslowskis: Blár, Hvítur og Rauður. Hún eys úr viskubrunni sínum við Trí ló gíkur hjónin og úr verður snarskemmtilegur og heimspekilegur þáttur þar sem rýnt er í tákn og liti.

admin42Trí ló gík 12: Þrír litir Kieslowskis
Hlusta

Trí ló gík 11: The Dark Knight

In by admin42

Græjumeistarinn Gunnlaugur Reynir Sverrisson spurði eitt sinn stórt á Facebook: „Er Batman þríleikur Christophers Nolans besti þríleikur allra tíma?“ Nú kemur hann í Trí ló gík og spurningunni er svarað. Strax.

En svo er þríleikurinn ræddur í spað næstu rúma tvo tímana. Og nördað yfir sig.

admin42Trí ló gík 11: The Dark Knight
Hlusta

Trí ló gík 10: Glam-tragík trílógía

In by admin42

Hin snarskemmtilega Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas, sem er að brillera í Englaryksþáttunum hér á Alvarpinu, kom með huglæga glam-tragík trílógík sem samanstendur af þrem myndum sem allar gerast á svipuðum tíma, fjalla um ris og fall, löðrandi í glamúr… og troðfullar af kókaíni:

Um er að að ræða Casino eftir Martin Scorsese, Boogie Nights eftir Paul Thomas Anderson og ofurkókaín myndin Scarface eftir Brian De Palma.

Já. Takk.

It’s a real podcast Jack.

admin42Trí ló gík 10: Glam-tragík trílógía
Hlusta

Trí ló gík 9: Lífmyndirnar

In by admin42

Það er komið að ástsælustu íslensku þrennunni: Nýtt Líf, Dalalíf og Löggulíf!

Ragnar Ísleifur Bragason kynntist Nýju Lífi á barnsaldri og varð ekki samur. Myndina kann hann orð fyrir orð og eru Líf-myndirnar allar í sérstöku uppáhaldi hjá honum, enda er hann hárréttur maður á hárréttum stað þegar kemur að skemmtilegu spjalli um Lífið.

I love it!

admin42Trí ló gík 9: Lífmyndirnar
Hlusta

Trí ló gík 8: Lord of the Rings

In by admin42

Þrjár epískar kvikmyndir ræddar í þrjá epíska klukkutíma.

Unnur Jónsdóttir dvaldi í Miðgarði á unglingsárum sínum og tileinkaði sér ýmislegt á tíma sínum þar. Hún deilir reynslu sinni og ást á Hringadróttinssögu með Trí ló gíkur hjónum.

Epískt.

admin42Trí ló gík 8: Lord of the Rings
Hlusta

Trí ló gík 7: Alien

In by admin42

Alien myndirnar eru Trí ló gíkur hjónum afar kærar og er þessi þáttur sá lengsti hingað til, enda af nægu að taka.

Karl Newman er Alien aðdáandi sem þekkir myndirnar gríðarlega vel og elskar þær af öllu hjarta (það er mikilvægast!) svo hér kemur snarskemmtilegur, tilfinningaþrunginn og mjög svo nördalegur Trí ló gíkur þáttur.

admin42Trí ló gík 7: Alien
Hlusta

Trí ló gík 6: Die Hard

In by admin42

Hér kemur Trí ló gík eftir örstutta töf. En biðin var þess virði enda eru kvikmyndir dagsins Die Hard myndirnar eða einsog RÚV okkar þýðir þær: Á tæpasta vaði.

Líf Magneudóttir valdi þá gæða hasarþrenningu (ok þær eru víst fimm…) og er Bruce Willis ásamt fjendum og félögum settur í Trí ló gíkur hrærivélina.

admin42Trí ló gík 6: Die Hard
Hlusta

Trí ló gík 5: Utangarðsþríleikur Christian Slater

In by admin42

 fimmta þætti kemur Jóhann Ævar Grímsson með sína eigin huglægu trílógíu – af því í Trí Ló Gík má það.

Christian Slater Outsider Trilogy samanstendur af Heathers (1988), Pump up the Volume (1990) og True Romance (1993). Þrjár frábærar myndir sem grátbiðja um að láta tala um sig.

admin42Trí ló gík 5: Utangarðsþríleikur Christian Slater
Hlusta

Trí ló gík 4: Lethal Weapon

In by admin42

Nú í fjórða þætti Trí ló gíkur mæta Tveir á toppnum (takk RÚV) til Melkorku og Ragnars. Eygló Kristjánsdóttir skipulagsfræðingur og bíónörd á valið þessa vikuna í snarskemmtilegum þætti þar sem löggufélagarnir Murtaugh og Riggs leika lausum hala.

Ísskápskonur, drápsstatistík, samfélagleg meðvitund, froskurinn hans Leos, klósettsprengja, mullettinn hans Riggs og allt sem þú vildir heyra um Leathal Weapon!

admin42Trí ló gík 4: Lethal Weapon