Hlusta

Trí ló gík 4: Lethal Weapon

In by admin42

Nú í fjórða þætti Trí ló gíkur mæta Tveir á toppnum (takk RÚV) til Melkorku og Ragnars. Eygló Kristjánsdóttir skipulagsfræðingur og bíónörd á valið þessa vikuna í snarskemmtilegum þætti þar sem löggufélagarnir Murtaugh og Riggs leika lausum hala.

Ísskápskonur, drápsstatistík, samfélagleg meðvitund, froskurinn hans Leos, klósettsprengja, mullettinn hans Riggs og allt sem þú vildir heyra um Leathal Weapon!

admin42Trí ló gík 4: Lethal Weapon
Hlusta

Trí ló gík 3: Star Wars

In by admin42

Nú í afmælisviku Alvarpsins þann þriðja þriðja er þriðji þáttur Þrennigarþáttarins Trí ló gík. Og það er bomba! Hinn ástsæli Ari Eldjárn mætir í þáttinn og spjallar við Melkorku og Ragnar um hinn brjálæðislega dáða upphaflega þríleik Stjörnustríða. Ó, Logi Geimgengill, Lilja prinsessa, Hans Óli og Loðinn hve kær þið eruð…

admin42Trí ló gík 3: Star Wars
Hlusta

Trí ló gík 1: Mad Max

In by admin42

Í fyrsta þættinum af Trí ló gík mætir Hugleikur Dagsson í heimsókn til Melkorku og Ragnars með Mad Max þrennuna undir handleggnum og er hún tekin til krufningar.

Kynnt verða til leiks Táklippari, Næturriddarinn, Hámur, Frænka, FormannStórmann, Grimmi-Krakki að ógleymdum Tryllta Max sjálfum.

Farið verður yfir innihald, fagurfræði og ýmsar áhugaverðar staðreyndir er lúta að gerð myndanna.

Varað er við því að allar fléttur og öll endalok eru gefin upp í þáttunum því allt verður að ræða og það til hlítar.

admin42Trí ló gík 1: Mad Max
Hlusta

8. þáttur

Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben og Atli Stefán fjalla um nýja frelsispakka hjá Vodafone. Lélega rafhlöðuendingu iPhone. Windows Phone auglýsingar yfir HM. LG G3 og margt fleira.

admin428. þáttur
Hlusta

14. júní 2014

Dr. Gunni mætir með kirsuber og tjáir sig um heima og geima. Í lok þáttarins er einnig að finna lagið Allir eru gorgjus með Gímaldin. Stemmning á heimsmælikvarða.

admin4214. júní 2014
Hlusta

3. þáttur

Veðurofsi sumarsins hefur haft ólgandi áhrif á þáttastjórnanda og samferðamenn hennar í Flatey allra landsmanna. Í þessum þriðja þætti heyrum við óvænta dagskráliði og ofureinlægt viðtal við Láru Sigurðardóttur. Njótið!

admin423. þáttur
Hlusta

7. þáttur

Í þessum unaðslega sjöunda þætti fara Ugla og Saga á stefnumót með tónlistarmanninum Snorra Helgasyni sem er mjög frægur og margt til lista lagt. Hann getur ekki aðeins deitað tvær stelpur í einu heldur tók hann líka upp þáttinn, allar þagnirnar og líka þau samtöl sem átti aldrei að taka upp. Þáttastjórnendur velta því fyrir sér hvort að menning sem að ekki kemur inn á ástina og leigumarkaðinn eigi yfir höfuð rétt á sér og ýmsir spennandi og frægir gestir kíkja óvænt í heimsókn með hræðilega niðurlægjandi afleiðingum.

admin427. þáttur
Hlusta

3. þáttur – Final da Copa do Mundo

Í þriðja þætti Eusebio velta þeir Örvar Smárason og Björn Teitsson vöngum yfir undanúrslitum HM karla í Brasilíu og spá í spilin fyrir úrslitaleikinn og bronsleikinn sem gæti orðið skemmtilegasti leikur mótsins. Að auki minnast þeir Alfredo Di Stéfano sem féll frá í vikunni, líta fram á veginn til lífsins eftir HM, spjalla stuttlega um leik KR og Celtic sem fram fer á þriðjudag og rifja upp nokkra fyrri stórleiki íslenskra liða í Evrópukeppnum.

admin423. þáttur – Final da Copa do Mundo
Hlusta

XX – Mirönduheilkennið

Járnmennið og Grænmetið ákveða bragðbestu brúðuna, kvikindislegustu kvikmyndina og öndverðustu ofurkonuna, auk þess sem þeir fá fróma og fantasíska fótboltafræðslu frá Örvari Eusebio í þessum tvöfalda og tuttugasta tímamótaþætti Hefnenda.

admin42XX – Mirönduheilkennið