Hlusta

Bíó Tvíó #87 – XL

In by admin42

Ólafur Darri er larger-than-life stjórnmálamaður og drykkjurútur í kvikmynd Marteins Þórssonar XL frá 2013. Andrea og Steindór horfðu á myndina, reyndu að púsla saman ólínulegum og óáreiðanlegum söguþræðinum og ræddu meðvirkni Íslendinga. En hvernig var þegar Ólympíulið karla í handbolta kom heim með silfrið? Hvernig er að vera sleginn í rassinn? Og fjallar kvikmyndin Twister (1996) um kyngervi og eyðileggingarmátt kynfæra? Allt þetta og „swamp ass“ í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #87 – XL
Hlusta

Fillifjónkan 27. þáttur – Strigaskór og stripparahælar

In by admin42

Júlía (sveitt ungskáld sem horfir á raunveruleikaþætti og grætur af skömm) tók svefntöflutripp í flugi og hætti að vera hrædd en byrjaði að elska allt samferðafólk sitt í fluginu.

Lára (minjavörður með sál sem var fyrst uppi fyrir Krist) segir tragíska sögu af sjálfri sér í Amsterdam þegar hún lenti í höfrungaárás á miðju torgi. Júlía varð fyrir samskonar árás í Vín þegar maður í mörgæsabúning reyndi að draga hana í óperuna.

admin42Fillifjónkan 27. þáttur – Strigaskór og stripparahælar
Hlusta

Bíó Tvíó #86 – Löggulíf

In by admin42

Líf-þríleikur Þráins Bertelssonar kláraður í Bíó Tvíó vikunnar! Andrea og Steindór horfðu á Löggulíf og veltu fyrir sér hvernig þessar þrjár myndir komu út á jafn mörgum árum. En hvað er málið með íslenskt konfekt og osta? Hvernig fór brúðkaup systur Steindórs? Og hvað einkennir frasamyndir? Allt þetta og Love Actually í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #86 – Löggulíf
Hlusta

Bíó Tvíó #85 – Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum

In by admin42

Andrea og Steindór klára Sveppa-fjórleikinn í Bíó Tvíó vikunnar. Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum er nýjasta myndin frá 2014, en hvar stendur hún í samanburði við hinar þrjár? Og hvernig fara heiðin brúðkaup fram? Hvað er hægt að gera við sveittum rass? Og hvernig losar maður sig úr prísund? Allt þetta og Sprite í horni í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #85 – Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum
Hlusta

Bíó Tvíó #84 – Eins og skepnan deyr

In by admin42

Fyrsta kvikmynd Hilmars Oddssonar, Eins og skepnan deyr, er tekin fyrir í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á íslenskt Shining-plott í afskekktum firði á Austurlandi. Er hægt að mótmæla bandarískum stjórnmálum sem ferðamaður? Hvaða pokémon býr í Bandaríkjunum? Er að vera Íslendingur eins og að spila golf? Allt þetta og Ævintýri Hróðmars heiðarlega í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #84 – Eins og skepnan deyr
Hlusta

Bíó Tvíó #83 – Afinn

In by admin42

Afinn frá 2014 í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór veltu fyrir sér titli myndarinnar og hvað sé skemmtilegt við gamlingja-klisjur. En hvað er hollur matur? Er Andrea vampíra? Hvernig eru Mission: Impossible myndirnar? Allt þetta og mamma Steindórs í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #83 – Afinn
Hlusta

Fávitinn 3. þáttur

In by admin42

Loksins er hann kominn, 3. þáttur Fávitans, sem allir hafa beðið eftir óþreyjufullir með öndina í hálsinum. Víkingur og Ólafur Darri taka stöðuna og ræða meðal annars HM SVINDL og veðrið. Aðalgestur þáttarins er hinn stórskemmtilegi svarti sauður íslenska útvarpsins, Andri Freyr Viðarsson. Spjallið við hann eru engin vonbrigði, það er eins og við var að búast alger snilld!

admin42Fávitinn 3. þáttur
Hlusta

Bíó Tvíó #82 – Perlur og svín

In by admin42

Bakarís-BDSM farsi Óskars Jónassonar, Perlur og svín frá 1997, er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Rússneskir togarasjómenn og gægjugatasölumenn koma einnig við sögu. En eru Andrea og Steindór orðin gömul? Hvað sagði Björgólfur Guðmundsson þegar hann vígði rússneskunámið í Háskóla Íslands? Og er Óskar Jónasson að hlusta? Allt þetta og gengi Íslands á HM í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #82 – Perlur og svín
Hlusta

Bíó Tvíó #81 – Eldfjall

In by admin42

Styggur gamall maður þarf að díla við sorg í Eldfjalli, mynd Rúnars Rúnarssonar frá 2011, sem er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór töluðu um sjálfsmorð í kvikmyndum og raunveruleikanum og veltu fyrir sér af hverju flestar íslenskar myndir eru í sama „genre“. En hvað er hægt að segja um Anthony Bourdain? Hvernig er Warschau bar í Neukölln? Og mun spá Steindórs um leik 4 í NBA úrslitunum ganga eftir (hint: hún gerir það ekki). Allt þetta og Bítlarnir í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #81 – Eldfjall
Hlusta

Bíó Tvíó #80 – Maður eins og ég

In by admin42

Maður eins og ég, önnur mynd Róberts Douglas með Jón Gnarr í aðalhlutverki, er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á eina af fyrstu íslensku myndunum þar sem fjallað er um innflytjendur. En hvað er málið með Ólaf Liljurós? Hvað er kenning? Og hver er aldursmunurinn á Jóni Gnarr og Sigga Sigurjóns? Allt þetta og kötturinn hennar Andreu í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #80 – Maður eins og ég