Hlusta

Bíó Tvíó #59 – Með allt á hreinu – Live á Húrra

In by admin42

Andrea og Steindór byrjuðu árið live og lifandi á Húrra að tala um Stuðmannamyndina Með allt á hreinu frá 1982. Barátta kynjanna í tónleikaferðalagi um Ísland. En hvað þýðir að vera góður að koma sér á framfæri? Hver böstaði mafíósann James Whitey Bulger? Og geta konur verið ofbeldismenn? Allt þetta og áhorfendur í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #59 – Með allt á hreinu – Live á Húrra
Hlusta

SLAYGÐU S03E16: Tvífaraland

In by admin42

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Willow mætir óvæntum tvífara sínum úr öðrum hliðarraunveruleika og þarf gengið að reyna að skila Vampíru-Willow til baka.

admin42SLAYGÐU S03E16: Tvífaraland
Hlusta

SLAYGÐU S03E15: Buffy missir trúna

In by admin42

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Upp kemst um mistök Faithar og hefur borgarstjórinn rannsókn á óvenjulegu morði á aðstoðarmanni sínum.

admin42SLAYGÐU S03E15: Buffy missir trúna
Hlusta

Bíó Tvíó #58 – Hjartasteinn

In by admin42

Gleðilegt nýtt bíóár! Í þætti vikunnar tala Andrea og Steindór skelþunn um frumraun leikstjórans með langa nafnið, Hjartastein frá 2016, og strengja áramótaheit. En þekkir einhver Axel Axelsson? Hversu stressandi eru sannleikurinn og kontór og A, B, C? Vill einhver matcha við Steindór? Allt þetta og neyslusamfélagið í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #58 – Hjartasteinn
Hlusta

Hefnendurnir CXLVII – Stjörnustríðs-hátíð í bæ!

In by admin42

Hefnendur eru á fullu við að borða alltof mikið af reyktu svínakjöti, opna gjafir og drekka jólaöl til að taka upp venjulegan þátt. Þess vegna ætla þeir að birta í staðinn áður óútgefna upptöku frá því í fyrra.

The Star Wars Holiday Special er líklega ein versta mynd allra tíma. Mögulega sú versta. Hún er allavega langversta Star Warsið. Þess vegna ákváðu Hefnendur að horfa á lengstu þekktu útgáfu af myndinni og tala yfir hana. Gera svona Commentary. Með Lóu Hlín (Lóbó) Hjálmtýsdóttur.

Við mælum með að fólk horfi á myndina með – hún liggur hlekkjuð þarna aðeins neðar. – annars koma á köflum skrýtnar langar þagnir þar sem Hefnendur eru að þjást.

Og eigið gleðileg kærleiks og Nexusjól jarðarbúar!

admin42Hefnendurnir CXLVII – Stjörnustríðs-hátíð í bæ!
Hlusta

SLAYGÐU S03E13: Óeirðarnefndin heldur fund

In by admin42

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Xander líður utanveltu í vinahópnum og leiðist út í óvenjulega atburðarás þegar hans nærveru er ekki óskað í baráttu við Heljarmynni.

admin42SLAYGÐU S03E13: Óeirðarnefndin heldur fund
Hlusta

Bíó Tvíó #57 – Albatross

In by admin42

Golf í Bolungarvík er til umfjöllunar í tilefni jólanna í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á Albatross frá 2015 og komust í hátíðarskap. En hvað finnst þeim um tvær af Star Wars myndunum? Hvernig varð konan til í Fyrstu Mósebók? Og hvernig áttar maður sig á því að maður sé dauður? Allt þetta og Cuban Pete í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #57 – Albatross
Hlusta

Málglaðar – Jól 2017

In by admin42

Í þessum þætti tala Málglaðar um það sem liggur þeim á hjarta þessi jólin. Hugmyndir um neysluhyggju, holdarfar og matarræði um hátíðarnar er efst á baugi. Vellíðanin sem birtist þegar maður áttar sig á hvað skiptir raunverulega máli er engri lík. Málglaðar eru Elísabet Hanna, Kristín Björk og Kristín Dóra.

Lag þáttarins er Freistingar með Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius

Gleðileg jól og farið í kjól!

admin42Málglaðar – Jól 2017