Hlusta

Með á nótunum #16

In by admin42

Í þessum lokaþætti sem er tekin upp í portinu á prikinu gerum við upp kosningarnar og allt sem þeim fylgir. Natalie segir frá því þegar hún var plötuð til Dublin. Óli kveður Reykjavík og segir okkur frá því hvað hann sé að fara að brasa í sumar. Þetta er bara brota brot af því sem var farið yfir. Hlustun er eina leiðin til að vita meir. Gleðilegt sumar!

admin42Með á nótunum #16
Hlusta

Bíó Tvíó #79 – Magnús

In by admin42

Egill Ólafsson leikur hinn mögulega dauðvona Magnús í Magnús (1989) í leikstjórn Þráins Bertelssonar. Andrea og Steindór pældu í spjátrungamyndum í Bíó Tvíó þessa vikuna. En hversu hættuleg eru skordýrabit? Hverjir óttast nakinn karlmann í bóner? Og hvernig er að sofna í vinnunni? Allt þetta og Beetlejuice í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #79 – Magnús
Hlusta

Fillifjónkan 26. þáttur – Pokarottan Rotti

In by admin42

Fillífjónkan mætir til leiks efir kvalarfullan rangsnúning Merkúríusar sem leiddi Júlíu á þriggja hæða strippstað þegar hún var að reyna að kaupa sér nýtt púður. Lára fer í fermingarveislu á Íslandi og grætur yfir fegurð Cintamanitúrista á Sæbrautinni. Lára rifjar upp vafasama fermingartísku og ráðleggur Júlíu að fara með stúdentsmyndina sína í framhaldsskóla landsins til að kenna menntaskólakrökkum um skaðsemi áfengis. Tarotspil dagsins er drottning í sverðum, sem minnir Júlíu á að bregða frekar sverði til að skera sér kökusneið en að stinga mann og annan á hol. Pokarottan Rotti á sögulega innkomu og hlustandi vikunnar er rangnefndur en dásamaður. Ljóðbók fæðist í femínískri útópíu.

admin42Fillifjónkan 26. þáttur – Pokarottan Rotti
Hlusta

Með á nótunum #15

In by admin42

Íslenska veðrið var rætt og farið yfir mögulegar samsæriskenningar varðandi þetta vonda veðrið. Sveitastjórnarkosningarnar og frambjóðendur voru ræddir og hvað er búið að vera í gangi. Konunglega brúðkaupinu voru gerð góð skil. Þetta og svo margt margt fleira að það hálfa væri nóg.

admin42Með á nótunum #15
Hlusta

Bíó Tvíó #78 – Fálkar

In by admin42

Andrea og Steindór eru langt komin með Friðriks Þórs katalóginn eftir mynd vikunnar í Bíó Tvíó. Fálkar (2002) er með Keith Carradine í aðalhlutverki og hina háöldruðu Margréti Vilhjálmsdóttur sem hans draumadís. En hvað er málið með kjörklefakúkarann? Hvernig eiga lögmenn að klæða sig? Og hvað er málið með alvonda lögreglumanninn? Allt þetta og ránfuglinn í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #78 – Fálkar
Hlusta

Ískisur 43 – Bók 6 – Kaflar 1-3 – Socks, First Cat of the United States

In by admin42

Þessi þáttur mun engan svíkja. Dauðsföll, mansal, skarpar skeiðar og ýjað að pene, í hefðbundum klámbókmennta stíl Ísfólksins.

Hvaða íslenska fyrirtæki er ígildi Vísindakirkjunnar? Hvaða Fóstbræðrasenu upplifði ó-kristilega Helga í messu? Hvernig er best að plata menn?

Ískisur — svara kallinu, þó enginn sé að kalla!

admin42Ískisur 43 – Bók 6 – Kaflar 1-3 – Socks, First Cat of the United States
Hlusta

Með á nótunum #14

In by admin42

í þessum þætti er farið yfir úrslit eurovison og það rætt í þaula. Stigagjöf Eddu vakti ekki lukku og hennar innlegg fékk sinn dóm. Rimman milli Cardi B og Azeliu Banks var rædd. Natalie sagði frá því þegar hún mætti í brúðkaup og spilaði mest óviðeigandi brúðkaupslag allra tíma. Svo er með á nótunum með skemmtilkvöld í vikunni sem var farið yfir. Þetta er lítið brot af því sem kom fyrir í þættinum.

admin42Með á nótunum #14
Hlusta

Bíó Tvíó #77 – Grafir og bein

In by admin42

Ein fjandi spúkí múví er til umfjöllunar í Bíó Tvíó þessa vikuna. Andrea og Steindór horfðu á Grafir og bein frá 2014 og reyndu að skilja af hverju hún er eins og hún er. En hvað er málið með heimshöfin þrjú? Hvaða Spice Girl var best? Af hverju sagði Angela Merkel af sér í miðri Eurovision útsendingu? Allt þetta og tjakksagan í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #77 – Grafir og bein
Hlusta

Fillifjónkan 25. þáttur – Eyðimerkurhipsterar

In by admin42

Það eru páskar hjá Fillifjónkunni sem hefur súkkulaðiegg við hönd í upptökum dagsins.

Lára gefur Júlíu málsháttinn “Fjörður milli frænda, en Kattegat á milli kúkalabba.”

Júlía í Los Angeles segir frá sínum eigin aldingarði í nýja húsinu þar sem kúmkvat vex á runna fyrir utan gluggann, útsýni er yfir Vísindakirkjuna og kólibrífuglar flögra um. Hún trúir hlustendum fyrir sorgarsögunni af eyðimerkurhipsterunum sem fundu innri frið og namaste á úlfaldabaki, kölluðu Júlíu tómhyggjurottu og föðmuðu hana svo.

Minjavörðurinn Lára í Stokkhólmi rifjar upp þegar hún bauð skelkuðum börnum í konungshöll í Svíþjóð óvart upp á grillaðan kjúkling með derhúfu. Hún segir frá dúllulegri sænskri hefð, hvernig svíar heiðra árlega nornirnar sem fóru í orgíu með kölska á meðan Jesú hékk á krossinum.

Söguleg stund í Fillífjónkunni þegar Júlía fyrirgefur Láru loksins fyrir að hafa dregið sig á Passion of the Christ í bíó á þeim forsendum að þetta væri Jesus Christ superstar tvö.

Fillifjónkan sendir shoutout á hórurnar í Babýlon, og hvetur hlustendur til að senda inn uppáhalds Barrabassöguna sína.

admin42Fillifjónkan 25. þáttur – Eyðimerkurhipsterar