Hlusta

Með á nótunum #9

In by admin42

Þessi þáttur er hlaðin af skúbbi. Natalie segir frá því þegar hún hitti frænda Brad Pitt og fékk mjög svo óvenjulega bón frá honum. Stóra útvarp sögumálið er rætt og Óli uppljóstrar sínum tengslum við þáttastjórnendur þar. Söngkonan Lorde fór yfir strikið og við erum ekki ánægð með hana . Þetta og margt , margt fleira.

admin42Með á nótunum #9
Hlusta

Fillifjónkan 23. þáttur – Rex

In by admin42

Minjavörðurinn Lára skiptir sangria út fyrir hlaupaofskynjunarvímu því hún er að æfa sig fyrir hálfmaraþon í Stokkhólmi. handritshöfundurinn Júlía er enn að jafna sig á hvað jógahipparnir voru væmnir í jógastúdíóinu í þetta fyrsta og hinsta sinn sem hún mætti – og gubbaði.
Lára opinberar ást sína á unglingsárunum, jafnvel þó að í tilviki Fillífjónkunnar hafi það verið tími ranghugmynda á borð við þá rökvillu að Coldplay væru kúl en Britney Spears ekki.
Júlía rifjar upp erfið ár í Berlín þegar hún var catfish á fólk.is spjallinu þrettán ára, drakk kakao við grindverkið á leikvellinum og bölvaði lögregluhundinum Rex. Lára kynntist því að vera “fomo” þegar hún missti af foreldralausum partýum og allir höfðu gaman án hennar.

Lára fær tarotspádóm 23.þáttar en það prýða fimm skeggjaðir menn í bleikum kjólum að slást með trjágreinar.
Lífið á sögulega innkomu þegar það hringir inn í þáttinn í beinni og biður um óskalag.

admin42Fillifjónkan 23. þáttur – Rex
Hlusta

Bíó Tvíó #72 – Húsið

In by admin42

Spúkí múví í Bíó Tvíó þessa vikuna. Andrea og Steindór horfðu á Húsið frá árinu 1983, mynd Egils Eðvarðssonar um skuggalega fjölskyldufortíð. En hvaða staðall er notaður yfir stærðir á páskaeggjum? Hverju getur Andrea svarað úr spilinu „Ég veit“? Og hvernig er að fara á rúntinn með Sigga sýru? Allt þetta og vörubílaendir í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #72 – Húsið
Hlusta

Fávitinn 2. þáttur

In by admin42

Félagarnir Víkingur og Ólafur Darri ræða typpahlaup, vanþakkláta verkalýðsforystu, álitlegar auglýsingaherferðir og fjármálarapp og nýfertuga þjóðargersemin Ilmur Kristjánsdóttir er aðalgestur þáttarins í stórbrotnu spjalli.

admin42Fávitinn 2. þáttur
Hlusta

Með á nótunum #8

In by admin42

í þessum páskaþætti er farið yfir hvað sveitaballa stemmninguna á Aldrei fór ég suður. Óli segir frá sokkaperra sem er að áreita hann ,Alexander Kirchner fatahönnuð og Erp Evindason. Club mate málið er leiðrétt. Hugleikur og Hú málið og svo varð Óli fyrir apríl gabbi svo fátt eitt sé nefnt. ​

admin42Með á nótunum #8
Hlusta

Bíó Tvíó #71 – Undir trénu

In by admin42

Andrea og Steindór óska landsmönnum öllum gleðilegra páska og horfðu í tilefni hátíðarinnar á Undir trénu frá 2017. Fæðardeilur nágrannafjölskyldna í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, mannsins með langa nafnið. En hvað getur maður gert við ís og búðing inni á klósetti? Af hverju skipti Andrea um tannlækni? Og er Undir trénu byggð á klassískum Simpsons þáttum? Allt þetta og húfa í poll í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #71 – Undir trénu
Hlusta

Ískisur 40 – Bók 5 – Kaflar 7-8 – Tvíhliða kettir: Narnia De La Grace & Venus

In by admin42

Ískisur er skemmtiþáttur um bókabálkinn Ísfólkið og internetkisur. Kristín felur skömm sína þegar hún les klámbókmenntir á læknavaktinni. Birna kemur ólæs og fer í þetta ferðalag með hlustendum. Þráðbeinar tengingar fara gjörsamlega framhjá Helgu, því hún er of klár fyrir meðalmennskubrandara stelpnanna. Fór Helga í kirkjukór til að finna sinn Þengil? Af hverju má SíSí ekki bara bíða út í vegkanti eftir vagninum? Af hverju varð Alexander eins og hann varð? Mun Sísí geta snúið honum núna?
Ískisur — Það vantar allt klám í þessar klámbókmenntir!

admin42Ískisur 40 – Bók 5 – Kaflar 7-8 – Tvíhliða kettir: Narnia De La Grace & Venus
Hlusta

Með á nótunum #7

In by admin42

Í þessum þætti fer yfir hvað verður að gerast yfir páskana, fyllerí á facebook og djammviskubit. Kristin trú og biblían. Nýjir þættir sem vöktu athygli voru kynntir til leiks. Svo var farið yfir ristilskolun og ferilinn hennar Jónínu Ben svo eitthvað sé nefnt.​

admin42Með á nótunum #7
Hlusta

Bíó Tvíó #70 – Opinberun Hannesar

In by admin42

Tímamótamynd í íslenskri kvikmyndasögu var rædd í Bíó Tvíó vikunnar, Opinberun Hannesar eftir Hrafn Gunnlaugsson. Andrea og Steindór útlistuðu þá ótrúlegu atburðarás sem leiddi til þess að myndin var framleidd. En hvaða glæpur skekur Húsnæðisstofnun? hvað gerðist í dymbilvikunni? Breytir einhverju að vera drukkinn þegar horft er á mynd? Allt þetta og sterkt eitur í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #70 – Opinberun Hannesar