Hlusta

Fillifjónkan 29. þáttur – Lionsklúbbar á Júpíter

In by admin42

Loksins er Fillifjónkan mætt með 29. Þáttinn sinn, en 29 er einmitt tala heilags Mikaels og fjöldi allra þeirra bjóra sem Júlía hefur stolið úr grænmetisskúffu föður síns í mánuðinum.
Lára segir söguna af brúðarkjólnum og örlögum hans, sem hún hefur þegar skrifað lífsreynslusögu um sem hún hyggur á að birta í Vikunni. Júlía ræðir sjálfsefann, skítamixið og uppskeru skáldsögunnar Drottningarinnar á Júpíter (allt sem hún segir engum nema Fillifjónkunni).
Lára spilar Elton John í 29. skipti, talar um draum sinn að rækta Dahlíur. Júlía segir frá nýliðnum samskiptum sínum við Lionsklúbb á Kringlukránni og ævintýrinu sem aldrei kom út.

admin42Fillifjónkan 29. þáttur – Lionsklúbbar á Júpíter
Hlusta

Bíó Tvíó #99 – Blóðbönd

In by admin42

Fjölskyldudramað Blóðbönd í leikstjórn Árna Ásgeirssonar er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór veltu fyrir sér kynjahlutverkum í íslenskum myndum og hlutverki miðaldra karlmanns í krísu. En hver er hin mikla yfirlýsing Steindórs? Hvort er skárra að halda framhjá með sama kyni eða öðru? Og hvað gerist í hundraðasta þætti Bíó Tvíó? Allt þetta og hin fjörgamla Margrét Vilhjálms í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #99 – Blóðbönd
Hlusta

Bíó Tvíó #98 – Duggholufólkið

In by admin42

Spúkí múví fyrir börn er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar! Andrea og Steindór horfðu á Duggholufólkið í leikstjórn Ara Kristinssonar og ræddu 10 ára afmæli hrunsins, hrekkjavöku og jól. En hvar voru þau 6. október 2008? Hvernig voru árdagar bloggsins? Og hvað er málið með bláa tómatsósu? Allt þetta og veikindi í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #98 – Duggholufólkið
Hlusta

Bíó Tvíó #97 – Hafið

In by admin42

Íslenskasta mynd allra mynda, Hafið frá 2002, er tekin fyrir í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á smábæjarleyndardómaBaltasar Kormáks sem byggir á leikverki Ólafs Hauks Símonarsonar. En hvað er málið með post-credit senur? Hverjir hlakka til bankahruns? Og hvað finnst stjórnendunum um sifjaspell, framhjáhald og aðrar syndir? Allt þetta og falbyssa í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #97 – Hafið
Hlusta

Bíó Tvíó #96 – Harry & Heimir: Morð eru til alls fyrst

In by admin42

Má maður spögulera? Þetta er spurning vikunnar í Bíó Tvíó, þar sem Harry & Heimir: Morð eru til alls fyrst er til umfjöllunar. Nývöknuð Andrea og Steindór horfðu á mynd Spaugstofumanna og leikstjóra Sveppa-fjórleiksins og veltu fyrir sér film noir gríni. En hvað er málið með Kaupmannahöfn? Hvað er að grínsenunni á Íslandi? Og hvað er hægt að gera við egg? Allt þetta og Jón Spæjó í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #96 – Harry & Heimir: Morð eru til alls fyrst
Hlusta

Bíó Tvíó #95 – Órói

In by admin42

Þroskasaga unglinga í leikstjórn Baldvin Zetu er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á Óróa frá 2010 og fylgdust með lífi framhaldsskólabusa að fóta sig í tilverunni. En er góð hugmynd að gera eitthvað jákvætt fyrir sjálfan sig? Hvernig er að vinna í 10-11? Og er sniðugt að borða heilan hvítlauksgeira? Allt þetta og konfekt í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #95 – Órói
Hlusta

Bíó Tvíó #94 – Foreldrar

In by admin42

Seinni hluti svart-hvíta fjölskyldutvíleiks Ragnars Bragasonar og Vesturports, Foreldrar, er tekin fyrir í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á mynd um barneignir og skort þar á með smávægilegar tengingar við Börn. En hvað styrkir ónæmiskerfið? Hvort kom á undan, hænan eða eggið? Hvernig virkar sjálfsfróun? Allt þetta og húfur sem hlæja í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #94 – Foreldrar
Hlusta

Fillifjónkan 28. þáttur – Brúðkaupsþátturinn

In by admin42

Júlía og Lára eru mættar til að fagna haustkomu með heimspekilegum hugleiðingum um brúðkaup,
Madonnu, skáldsögur og prumpaðar rjómakúlur.

Hin fullorðna Lára segir frá áformum sínum um að ganga í hnappelduna með tæknimanni þáttarins,
það er að segja ef brúðarkjóllinn hennar kemst óskaddaður á leiðarenda í tæka tíð.
Júlía, sem er opinberlega komin á fertugsaldur, hefur ákveðið að hætta á instagram, fá sér
barbíbleikan varalit og bláan augnskugga.

admin42Fillifjónkan 28. þáttur – Brúðkaupsþátturinn
Hlusta

Bíó Tvíó #93 – Strákarnir okkar

In by admin42

Strákarnir okkar, kvikmynd um samkynhneigðan knattspyrnumann í leikstjórn Róberts Douglas, er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór reyna að átta sig á því hver félagsleg staða samkynhneigðra var árið 2005 í metlöngum þætti. En á Steindór að hætta að drekka? Hvað er málið með gaura sem fíla Seinni heimsstyrjöldina? Er í lagi að vera graður ef maður bjargar mannslífum? Allt þetta og Knattspyrnufélag Reykjavíkur í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #93 – Strákarnir okkar