Hlusta

Bíó Tvíó #105 – Englar alheimsins

In by admin42

Bíó Tvíó fagnar tveggja ára afmæli þessa vikuna! Í tilefni af því fjölluðu Andrea og Steindór um tímamótamynd Friðriks Þórs, Engla Alheimsins. En hverjir eru áhugaverðustu vessarnir? Hvernig kynntist Steindór Bam Margera? Og hverjar eru bestu plötur Nýrrar danskrar? Allt þetta og músaralegur pési í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #105 – Englar alheimsins
Hlusta

Bíó Tvíó #104 – Fíaskó

In by admin42

Dramafarsi um þrjár kynslóðir, tilhugalíf aldraðra, barnalán ungra og djöfullegan predikara í Bíó Tvíó þessa vikuna. Andrea og Steindór horfðu á fyrstu mynd Ragnars Bragasonar, Fíaskó, og ræddu grínferil Björns Jörundar. En hvernig frjóvgar maður blóm? Hvernig er Kalla í sælgætisgerðinni lífstíllinn? Hver eru skattalagabrot Sigur Rósar? Allt þetta og Alvarpið í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #104 – Fíaskó
Hlusta

Bíó Tvíó #103 – Sóley

In by admin42

Sóley, Sóley, mín von og trú! Kvikmynd Rósku og félaga hennar úr sósíalistahreyfingu kaldastríðsáranna um huldufólk, stéttabaráttu og frelsi er tekin fyrir í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór ræddu feril Rósku, rok og róttækni á óræðum tíma. En hvernig hljómar Eurovision lagið Sóley? Hvernig verður maður pólitískur? Og hvernig er Tom Cruise myndin Jack Reacher? Allt þetta og kengúrupíkur í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #103 – Sóley
Hlusta

Bíó Tvíó #102 – Veðramót

In by admin42

Hippar reyna að sjá um heimili fyrir vandræðaunglinga í kvikmynd vikunnar í Bíó Tvíó. Andrea og Steindór horfðu á Veðramót, kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur um Breiðavíkur-esque harmleik og öfugt #metoo mál fyrir áratugum síðan. En hvað er málið með morgunkorn? Er dýraníð í lagi? Og hafa stjórnendur þáttarins reykt hass? Allt þetta og tvær Tinnur í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #102 – Veðramót
Hlusta

Ískisur 45 – Bók 6 – Kaflar 10-12 – Kisuhendur

In by admin42

Langþráður draumur Ísfólksins að setja upp barnaheimili fyrir óhamingjusöm börn rætist loksins. Stelpurnar komast að því að maður þarf ekki stór brjóst, þau þurfa bara að fylla í lófa. Þær aðstoða líka fólk í ástarleit: ef þú ert á ættarmóti, mundu þá eftir að hækka kílómetra fjöldann á Tinder. Í þættinum kemur í ljós að Kristín er spennt fyrir pene, Birna er spennt fyrir draugum og Helga er með hlutfallslegu minnstu brjóstin. En hvað er eðlileg þarmaflóra? Hvað er dúnhár? Munu Caleb og Gabríella banga fyrir lok bókarinnar? Hvað í fjandanum er í gangi í húsinu?

Ískisur — trúarlegt og reglulegt hlaðvarp!

admin42Ískisur 45 – Bók 6 – Kaflar 10-12 – Kisuhendur
Hlusta

Bíó Tvíó #101 – Reykjavík Whale Watching Massacre

In by admin42

Íslenskur þriller, slasher, hrollvekja eða gamanmynd er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á Reykjavík Whale Watching Massacre og veltu fyrir sér tengingum við The Texas Chain Saw Massacre, handritinu eftir Sjón og íslenskum leikurum í hlutverkum útlendinga. En af hveru eru Andrea og Steindór veik? Kunna Bretar sig? Og hvað er málið með cameo hlutverk Ingvars Þórðarsonar? Allt þetta og fordómar í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #101 – Reykjavík Whale Watching Massacre
Hlusta

Ískisur 44 – Bók 6 – Kaflar 7-9 – Mjássíni

In by admin42

Höskuldarviðvörun: Susan deyr! Mun Helga skrifa betri bók en metsöluhöfundurinn Margit, um erótískan glitsaumsaðferð á la Ghost. Eða fer bókin beint á vidjó? Er Kristín nógu Whoopi? Mun Shia LaBeouf sundra oss? Ætti að innleiða Rachel Benes klippinguna aftur? Skammast Birna sín fyrir að ritskoða ekki stelpurnar? Er illi arfurinn geðsjúkdómur? Eða er Kolgrímur kannski bara með toxoplasma gondii? Gera kettir konur að hórum? Hvað er hæfilegur ECTs fjöldi fyrir falleg augu?

Ískisur — þegar tengingarnar koma seint, eða aldrei

admin42Ískisur 44 – Bók 6 – Kaflar 7-9 – Mjássíni
Hlusta

Bíó Tvíó #100 – Nói albinói

In by admin42

Hundraðasti þáttur Bíó Tvíó er kominn í loftið! Andrea og Steindór fjölluðu um kvikmynd Dags Kára, Nóa albinóa, um hvernig það er að vera utanveltu í litlu samfélagi. En hvers konar hugljómun varð Steindór fyrir í Kraká? Hvernig er hægt að grafa undan kerfinu? Hver eru æðstu listformin? Allt þetta og freyðivín í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #100 – Nói albinói