Hlusta

Bíó Tvíó #53 – Falskur fugl

In by admin42

Falskur fugl frá 2013 er til umfjöllunar í fyrsta Bíó Tvíó þætti nýrrar þáttaraðar. Mynd um vandræðaungling byggð á bók Mikaels Torfasonar frá 1997. Andrea og Steindór fara einnig yfir tölfræði frá fyrsta starfsári Bíó Tvíó. En hvaða myndir þurfa að ganga plankann? Hvað er Hunderby? Og fjallar Ferox um phonies? Allt þetta og LIVE þáttur í vændum í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #53 – Falskur fugl
Hlusta

Fillifjónkan 17. þáttur – Postulínsdúkkur

In by admin42

Fillífjónkan er mætt aftur með glænýjan þátt þar sem kynlegar verur fara á stjá.
Konurnar í skóginum hvísla á töfraúlfa, Steinunn Sigurðardóttir, Rósa Ingólfs, Svava og Jakobs setja postulínsdúkkur í rósabað. Júlía spilar lag fyrir nýja hundinn sinn, Fridu Kahlo og Lára fer á tónleikar og er sú eina sem dansar.
Spurning þáttarins: Þarf alltaf að vera tinder og brund?

admin42Fillifjónkan 17. þáttur – Postulínsdúkkur
Hlusta

Karfan.is – 24. nóv 2017

In by admin42

Íslenska landsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins 2019. Liðið er í riðli með Búlgaríu Finnlandi og Tékklandi og mun leika á móti þeim þjóðum heima og heiman.

Fyrsti leikur liðsins fer fram í Pardubice í Tékklandi, en sá annar komandi mánudag gegn Búlgaríu heima í Laugardalshöll.

Liðið kom saman í Tékklandi síðasta mánudag, þar sem það hefur verið við æfingar alla vikuna.

Karfan spjallaði við fyrirliða liðsins, Hlyn Bæringsson og Jakob Sigurðarson um ferilinn og landsliðið daginn fyrir leik.

Gestir: Hlynur Bæringsson & Jakob Sigurðarson

Umsjón: Davíð Eldur Baldursson

admin42Karfan.is – 24. nóv 2017
Hlusta

Hefnendurnir CXLII – Gotham of the rings

In by admin42

Hetjurnar okkar prúðu henda í umræðuveislu um tilvistarkreppu tölvutengja, tilvistarkreppu Hringadróttinssögu, tilvistarkreppu Batmans, tilvistarkreppu treilara og tísera, tilvistarkreppu vídeóleigunnar og tilvistarkreppu flokkanna á kvikmyndum og sjónvarpi. Sartre hvað? *Klíng*

admin42Hefnendurnir CXLII – Gotham of the rings
Hlusta

Bíó Tvíó #52 – Bíódagar

In by admin42

Bíó Tvíó klárar fyrsta árið af kvikmyndum með kvikmynd um kvikmyndir, Bíódögum frá 1994. Andrea og Steindór fara einnig yfir sögu Kvikmyndastjörnubeltisins, sem tilheyrir fremstu íslensku kvikmyndastjörnu hvers tímabils. En hvað er málið með Zentropa? Hvernig segir maður „I’m sorry“ á íslensku? Hver hefur leikið djöfulinn best? Allt þetta og Huel-kúr í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #52 – Bíódagar
Hlusta

Fillifjónkan 16. þáttur – Íkorninn

In by admin42

Fillífjónkan dregur enn eitt tarotspilið og kemst að því að það eru peningar í kortunum. Hún ákveður að stinga þeim undan skatti og eyða svo öllu í tyggjókúluvélina í Smáralind.

Lára heldur upp á sumarið hennar Britt í Stokkhólmi, Júlía fer heim til Sigurjóns Sighvats til að kjósa til alþingis, en mest til að finna Luke Perry og Brendu úr 90210.

Fillifjónkan gerir grein fyrir atkvæði sínu í Alþingiskosningum og ræðir list og stjórnmál frá sjónarhorni eilífðarunglinga.

Lára skálar í heila helgi fyrir Þjóðskrá og drekkur fernuvín með röri uppi í rúmi. Júlía uppgötvar að one-linerarnir í Blade runner séu enn tilgerðarlegri en ljóðin hennar.

Spurningar þáttarins:

Er ástæða til að strauja eitthvað annað en perlur?
Hvað varð um hundaæðissmitaða íkornann sem gekk berserksgang í Prospect park?
Er möguleiki að ná frama án þess að kasta heftara í hausinn á næsta manni?
Heitir einhver núlifandi Íslendingur Þjóðhildur?

admin42Fillifjónkan 16. þáttur – Íkorninn
Hlusta

Fílalag – The End of the World

In by admin42

Betty Draper ryksugar. Herforingjar leggja drög að slátrun á uppreisnarmönnum í Suðaustur Asíu. Þriggja tonna kadilakkar skríða eftir úthverfagötum. Unglingsstúlka í pilsi liggur uppi í rúmi og grætur. Kjarnaoddur er skrúfaður á „MGR-1 Honest John” eldflaug. Það er allt í gangi.

Heimurinn er að farast.

Nei. Heimurinn er frábær. En þá er hann auðvitað að farast. Heimurinn ferst oft á dag. Dauðsföll, ástarsorgir og bara hið almenna óréttlæti tilverunnar sér til þess. Því meiri menning, því meiri heimsendir. Og hér er einn, frá cross-over kántrí-söngkonunni Skeeter Davis.

Fegurð, ó, fegurð. Nú vitnum við í Byron lávarð: „hryggð er þekking”.

admin42Fílalag – The End of the World
Hlusta

Hefnendurnir CXLI – “Farðu Louie! Við erum að reyna að tala um Viggó Viðutan hérna!”

In by admin42

Í nýjasta þætti Hefnenda ræða Hulkleikur og Ævorman um mögulegan nýjan stjörnuþríleik, dévítans Disneyvæðinguna, óskalistann sinn í myndasögusjónvarpi og ofurkonu að sparka í karlpung. Síðan þarf að ræða aðeins alvarlegri mál á alvarlegri nótum í nýja dagskrárliðnum Æi fokk, seriously? Þú líka?! Afhverju? Dísis fokking kræst hvað er að?!

admin42Hefnendurnir CXLI – “Farðu Louie! Við erum að reyna að tala um Viggó Viðutan hérna!”
Hlusta

Bíó Tvíó #51 – Sporlaust

In by admin42

Í Bíó Tvíó vikunnar snýr handritshöfundur Foxtrot aftur með Sporlaust frá 1998, þar sem fimm ungmenni þurfa að leysa dularfullt morðmál. Andrea og Steindór reyna að ráða fram úr flóknum söguþræðinum með undirleik dúndrandi 90s tónlistar. En eru Tommi og Jenni eins og skefti og blað? Má kenna fórnarlömbunum um í Mario heiminum? Er hægt að lifa á dufti í heila viku? Allt þetta og Megas í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #51 – Sporlaust