Hlusta

Með á nótunum #5

In by admin42

Í þættinum var farið yfir síðustu helgi eins og venjulega. Við fengum Dj Assault í viðtal og fórum yfir málin með honum. Natalie og Dj Assault lentu í lífsháska. Sónar hátíðinn var rædd og farið var yfir bransa sögur. Ronaldo og ríka fólkið kom við sögu svo eitthvað sé nefnt. Eina leiðin til að komast til botns í þessu öllu saman er að hlusta.

admin42Með á nótunum #5
Hlusta

Bíó Tvíó #68 – Alger Sveppi og töfraskápurinn

In by admin42

Double trouble í Bíó Tvíó þessa vikuna! Andrea og Steindór horfðu á Algjöran Sveppa og töfraskápinn (2011) OG Hagamús – Með lífið í lúkunum (1997). En er sú síðari heimildamynd eða ekki? Stenst hún Bechdel prófið? Og er maður gáfaður ef maður fer í fornbókabúð Braga? Allt þetta og læmingjar í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #68 – Alger Sveppi og töfraskápurinn
Hlusta

Fávitinn 1. þáttur

In by admin42

Fávitarnir og félagarnir Víkingur og Ólafur Darri riðjast nú fram á hlaðvarpsvöllinn eftir fremur snautlega veru á alvöru útvarpsstöð. Þeir eru helvíti brattir og kátir, enda er hlaðvarp ógeðslega töff, hlaðvarp er fjölmiðill framtíðarinnar og þessir miðaldra smellir leggja allt kapp á að tolla í tískunni.

Í þessum þætti ræða þeir félagar um South Africa, Ási og Ása koma við sögu, sem og Messi og mágkona Kristínar Þóru. Aðalviðmælandinn er enginn annar en Guðmundur Oddur (Goddur) sem skoðar fávitahátt frá hinum ýmsu sjónarhornum. Stórkostlegur upphafsþáttur. Must hear eins og þau segja.

admin42Fávitinn 1. þáttur
Hlusta

Englaryk 78 – Return of the Englaryk

In by admin42

Já há detta okkur allar dauðar lýs úr höfði en dömurnar eru komnar úr baby-dvala og taka nýja árið föstum tökum í mars og renna yfir hvað hefur svona verið helst að frétta og af hverju misstum við. Förum í saumana á því að hversu illa við höfum brugðist hlustendum okkar – við vitum hins vegar að þar sem er og þar er að okkar aðdáaendur eru yndislegt og klárt fólk að þeir hafa mætt þessu brotthvarfi okkar af podcast-vellinum með mikilli manngæsku og þökkum við fyrir þolinmæðina!

Hver skildi á árinu 2017-2018 og af hverju er okkur sí og æ að vera meira og meira drullusama? Lognið á undan Stormi – Kylie Jenner og Kardash-fam barnaverksmiðjan! Hollywood brennur í typpakalla líkum og draugar ferilsins þeirra hanga yfir þeim og þeirra nánstu beint í þetta!

admin42Englaryk 78 – Return of the Englaryk
Hlusta

Ískisur 38 – Bók 5 – Kaflar 3-4 – Smoothie & Milkshake

In by admin42

Ískisur er skemmtiþáttur um bókabálkinn Ísfólkið og internetkisur. Öryggisorð þáttarins er hámarkssársauki. Stelpurnar ræða um raðgreiningar í raðhúsum. Helga montar sig af yfirburða þýskunni sinni og Ískisur missa sífellt fleiri og fleiri hlustendur með hverju orði. Er Alexander Palladín vinur hans Hans eða bara skotinn í honum Hans. Hvort er betra að týna ærunni eða lífinu? Má slötsheima beljur? Hvenær má nota greini á bæjarheitum? Hvenær varð Helga bitur? Af hverju vildi Birna kaupa sér rað-hús? Hver er Hans the loser guy??

Ískisur — Sestu hjá mér góðu sonur, svona spottar þú hórur.

admin42Ískisur 38 – Bók 5 – Kaflar 3-4 – Smoothie & Milkshake
Hlusta

Með á nótunum #4

In by admin42

Við fórum vel yfir úrslitin á Óskarnum. Óli sagði frá því þegar hann sá Natalie Portman. Natalie sagði frá þegar hún sá Kate Moss. Söngferill Naomi Campell var rifjaður upp. Málefni líðandi og liðinnar stundar voru rædd. Sem sagt stútfullur þáttur og góðgæti. Góða skemmtun.​

admin42Með á nótunum #4
Hlusta

Fillifjónkan 21. þáttur – Bono og eyðimörkin

In by admin42

Fillífjónkan lofsyngur tunglið og Dolly Parton í þessum 21. þætti.

Júlía er nýkomin úr allsherjarbíltúr um Californiu og segir frá misgæðalegum mótelum, höfrungadansi í sólsetrinu og eyðimörkinni þar sem hún gisti í sama herbergi og Bono (ekki á sama tíma). Hún heldur blóðheita ræðu um þjóðgarða sem því miður rataði í þáttinn.
Lára sem líkt og Fönixinn er nýrisin úr veikindum hefur stórfregnir af lífi sínu í Stokkhólmi að færa, og stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hún eigi að halda upp á tíðindin með því að kaupa sér lopapeysu eða múmínálfadragt.

Dolly Parton á innkomu og Lára fær tarotspil dagsins sem er krypplingahvalur, en sá kemur til með að sigla hana í ný ævintýri.

Leiðrétting:
Annar hluti FIllifjónkunnar vill koma því á framfæri að Júlía er ekki með blaðsíðu 207 úr Gamla testamentinu húðflúraða yfir bakið til að ala upp guðhræðslu í strandargestum.

admin42Fillifjónkan 21. þáttur – Bono og eyðimörkin
Hlusta

Bíó Tvíó #67 – Kurteist fólk

In by admin42

Kurteist fólk er kvikmynd vikunnar í Bíó Tvíó. Andrea og Steindór horfðu á alla leikara Íslands koma fram í mynd um endurreisn sláturhúss á Búðardal. En hvernig tengist andlát Flosa Ólafssonar sambandsslitum Andreu? Er Steindór millennial? Ættum við að lifa meira eins og nýfædd börn? Allt þetta og „difficult, difficult, lemon, difficult“ í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #67 – Kurteist fólk
Hlusta

Með á nótunum #3

In by admin42

Farið var yfir síðustu helgi. Eddan var rædd. Fórum aðeins yfir stöðuna í Usa og N.Kóreu og hlutdeild Dennis Rodman í því öllu saman. Black Panter myndin fékk dóm. Sameiginlegt facebook og afhverju fólki dettur það í hug. Hvaða myndir eru tilnefndar til Óskarsins var rætt svo eitthvað sé nefnt.

admin42Með á nótunum #3