Hlusta

Bíó Tvíó #112 – Sumarbörn

In by admin42

Kvikmynd Guðrúnar Ragnarsdóttur frá 2017, Sumarbörn, er tekin fyrir í Bíó Tvíó þætti vikunnar. Andrea og Steindór ræddu blöndu raunsæis og töfraraunsæis með hálf-munaðarlaus börn í aðalhlutverki. En mygla lík? Hversu langt líður þar til fólk fattar að maður sé dáinn? Og eiga skólar að vera til? Allt þetta og lyklabörn í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #112 – Sumarbörn
Hlusta

Fillifjónkan 31. þáttur – Straumhvörf og snjóþotur

In by admin42

Það er vetur í Múmíndal. Fillifjónkan gerir upp árið og öll þau gömlu með í nýárssprengju frúarinnar. Tarotspil ársins gefur von um mikil straumhvörf í lífi Fillifjónkunnar, spurningar vakna um hvort Siglufjörður sé enn draugabær eins og hann var árið 1994 og í fréttum af frægum kemur fram að Bogi Ágústsson sást versla sér snjóþotu í úthverfi Stokkhólms um hátíðirnar.

Vakin er athygli á að þrátt fyrir að kviknað hafi í andlitsmaska sem óvart rataði í bakaraofninn í miðjum þætti – þá slasaðist enginn við gerð þáttarins.

admin42Fillifjónkan 31. þáttur – Straumhvörf og snjóþotur
Hlusta

Bíó Tvíó #111 – París norðursins

In by admin42

Bókin um veginn og typpið á Helga Björns eru á milli tannanna á fólki í kvikmyndinni París norðursins frá 2014. Andrea og Steindór voru live á Bravó og töluðu um þunga mynd um kalla í krísu með óvenju hressu upphafslagi. En hvernig var kynningarherferð Coke Zero? Af hverju þykkna karlmenn um bringuna? Og er hægt að sleppa því að dömpa fólki? Allt þetta og fötukýling í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #111 – París norðursins
Hlusta

Bíó Tvíó #110 – Lói – þú flýgur aldrei einn

In by admin42

Teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn frá 2018 er tekin fyrir í síðasta Bíó Tvíó þætti þess herrans árs. Fuglastríð utan Lumbruskógar með skrítna kynjapólitík og – como se dice – undarlegan tón. En er vond lykt af Andreu og Steindóri? Hverjir eru bestu Looney Tunes karakterarnir? Og er Lói Liverpool aðdáandi? Allt þetta og aurora borealis í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #110 – Lói – þú flýgur aldrei einn
Hlusta

Bíó Tvíó #109 – Desember

In by admin42

Jóladramað Desember frá 2009 er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór ræddu skíthæls aðalpersónu og millistéttar fátækt á heilagasta tíma ársins. En hvort er verra, neysluhyggja eða stress? Hvernig er hægt að breyta eyðslunni í kringum jarðarfarir? Og hvernig er þarmaflóra vina þinna? Allt þetta og corazón í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #109 – Desember
Hlusta

Fillifjónkan 30. þáttur – Karókí

In by admin42

Í þrítugasta þætti Fillifjónkunnar, sem er afmælisþáttur tekinn upp á afmælisdegi tæknimannsinns, hringir Lára frá Stokkhólmi í Júlíu sem er stödd á Hvammstanga að passa. kött. Júlía viðrar alveg óumbeðið takmarkaða landafræði sína, Lára grefur upp gamla vinabók og les ljóð eftir Júlíu sem endar á orðunum: “afsakið hugmyndaleysið í ljóðinu.”
Júlía gefur loforð um að enda öll ljóð héreftir á þessum fleygu orðum.

Nýtt tarotspil er dregið fyrir þáttinn, en upp úr stokknum kemur mynd af Ragnari Hanssyni Alvarpsstjória í hásæti að horfa ákveðinn á svip á Fillifjónkuna. Spáð er í spilin.

Niðurstaða þáttarins: Fillifjónkan er alltaf í slopp

admin42Fillifjónkan 30. þáttur – Karókí
Hlusta

Bíó Tvíó #108 – Grimmd

In by admin42

Lögreglukona rannsakar stóð barnaníðinga í scandi-noir þrillernum Grimmd frá 2016. Andrea og Steindór ræddu betrun, klisjur og alla leikarana sem Steindór hefur unnið með. En hvað kom fyrir ImdB-skúrkinn? Hvað finnst Andreu um Svílendinga? Og hvernig er söguþráður lagsins Regulate? Allt þetta og kærur og ákærur í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #108 – Grimmd
Hlusta

Bíó Tvíó #107 – Atómstöðin

In by admin42

Laxness myndin Atómstöðin frá 1984 er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar! Andra og Steindór horfðu á mynd um kapítalisma vs. kommúnisma, austur vs. vestur og Arnar Jónsson vs. Gunnar Eyjólfsson í baráttunni um hjarta Tinnu Gunnlaugsdóttur. En hvernig er ferill Mariah Carey? Af hverju er Steindór ekki meira eins og afi sinn? Og hvernig á maður að gera sig stóran og fá útrás? Allt þetta og íslensk skömm í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #107 – Atómstöðin
Hlusta

Með á nótunum #17

In by admin42

Krakkarnir fóru yfir hvað er búið að gerast hjá þeim síðan þau hittust síðast. Óli fer yfir hvað hann er búinn að vera að bralla. Natalie opnar sig aðeins um kulnunina. Óli segir loks frá hvernig málið með sokkaperran fór. Farið var yfir mál líðandi stundar og var klausturfökkið ekki skilið útundan. Stórir skilnaðir á árinu voru gerð skil. Þetta og margt margt fleira í lokaþætti ársins.

admin42Með á nótunum #17
Hlusta

Bíó Tvíó #106 – Einkalíf

In by admin42

Pómó meta mynd Þráins Bertelssonar frá 1995, Einkalíf, sem ekki er hluti af Líf-þríleiknum, er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór pældu í hversu viðeigandi hún er miðað við atburði síðustu viku og ræddu #KlausturFokk og kúkafullan kött. En hvað var sagt um Þráin í tölvupósti? Hvernig má tala um hávaxið fólk? Og af hverju skar Van Gogh af sér eyrað? Allt þetta og nema hvað í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #106 – Einkalíf