Hlusta

Fillifjónkan 19. þáttur – Mandarína

In by admin42

Fillífjónkan fer í hugarferðalag í jólagjafainnkaup í Smáralind, tekur nokkur spor í flíspeysu og crocs skóm í zúmba fitness í Vetrargarðinum, fylgist með kóklestinni þjóta hjá og fær sér happy hour tilboð á Fridays. Lára tekst á við Færeyjarforómana, segir frá jólaáformum sínum í Miami með Will Smith á fóninum á meðan Júlía hellir kaffi í klofið á sér.

Tarotspil dagsins:
Heimurinn

Spurning:
Hvaða mánuður er mest óþarfi?
Hvar fékk Lára gemsanúmerið hjá Ally McBeal?
Afhverju heita allir stjórnmálafræðingar Svanur?

Niðurstaðan:
Jólasveinninn er skeggjaður sveittur gamall kall sem ætti að halda sig á barnum, með hendurnar uppi á borði.

admin42Fillifjónkan 19. þáttur – Mandarína
Hlusta

Bíó Tvíó #55 – Köld slóð

In by admin42

Ískaldur blaðamanna-þriller er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á mynd Björns Br. Björnssonar frá 2006, Köld slóð. En hvernig gengur Andreu í veikindum? Hvernig kemst maður í jólaskap? Hvernig var DV málið árið 2006? Allt þetta og „spúkí múví“ í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #55 – Köld slóð
Hlusta

Fílalag – All I Want For Christmas

In by admin42

Hvernig jól viljið þið? Kerti og spil? Eplaskífur og kósíheit? Endilega norpið með gamaldags skandinavísk jól og ljúgið að sjálfum ykkur að það sé nóg. En ef þið viljið gnóttina, allan pakkann, stóra harða pakkann – hlustið þá á þetta lag.

All I Want For Christmas er snjóandi amerísk ofgnóttarnegla. Hundrað milljón dollara wall of sound jólaþruman sem gírar fólk inn í alvöru jólastemningu. Gleymið öllu öðru. Mariah Carey með allar sínar áttundir er eigandi desember. Þið eruð neytendur, svo njótið.

Fílalag óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla. Þátturinn fer nú í nokkra vikna pásu en kemur endurbættur til baka.

admin42Fílalag – All I Want For Christmas
Hlusta

Hefnendurnir CXLIV – Í myrkum bjánafjöllum

In by admin42

Hetjurnar okkar koma seint til leiks þessa vikuna en bjóða upp á tregafulla umræðu um endalok hins myrka alheims, reffilegan refsanda, stjörnustæla Tarantino og líka hvort það sé í lagi að vera leiðinlegur ef maður er að gera list.

Hefnendur eru í boði Nexus því að Nexus er bestus!

admin42Hefnendurnir CXLIV – Í myrkum bjánafjöllum
Hlusta

Fillifjónkan 18. þáttur – Jólaeitthvað

In by admin42

Í Jólaþætti Fillífjónkunnar opinberar hún djöfla sína og beinagrindurnar hrynja úr fataskápnum.

Hún tekst illa á við höfnunartilfinningu, grefur holu í grænmetisgarðinum eða dettur í það á barnum og hrópar að hún sé einskis virði þangað til hún drepst í eftirpartý.

Helga Möller svífur yfir vötnum í LA með tanolíu og hjartasólgleraugu, Lára fer til MIAMI til að athuga hvort jólin þar séu eins og í Will Smith laginu

Júlía gefur óumbeðið tóndæmi og reynir að sannfæra Láru um að hún sé betri Bono en Bono.

Niðurstaða þáttarins:
1 Svörin eru að finna í tarotspilunum
2 Fillífjónkan spilar ekki Do they know it’s Christmas (sama nautn og sama skömm og að horfa á Woody Allen mynd)
3 Það er afrek að komast til Selfoss
5 Verstu örlög sálar eru að verða hurðarhúnn

admin42Fillifjónkan 18. þáttur – Jólaeitthvað
Hlusta

Bíó Tvíó #54 – Okkar á milli: Í hita og þunga dagsins

In by admin42

Andrea og Steindór eru dolfallin eftir að hafa horft á Okkar á milli: Í hita og þunga dagsins frá 1982. Kynferðislega klikkaða kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar sem hefur nýlega sætt ásökunum um kynferðislega áreitni. En hvað gerist þegar maður hættir á pillunni? Hvenær eru geimverur hjálplegar? Hvað er málið með Útvarp Matthildi? Allt þetta og María Ellingsen í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #54 – Okkar á milli: Í hita og þunga dagsins
Hlusta

Glápið – S02E05 – Alias Grace

In by admin42

Glápið skreppur yfir hafið og aftur í tímann til að heimsækja Kanada 19. aldarinnar. Þar hittum við fyrir hana Grace Marks sem situr í fangelsi fyrir morð. Við látum þó hvergi á okkur bilbug finna og setjum niður með henni til að hlusta á sögu hennar.

admin42Glápið – S02E05 – Alias Grace
Hlusta

Fílalag – Himinn og jörð

In by admin42

Fílahjörðin kom saman á Húrra fyrir tveimur dögum síðan og hlýddi á lifandi flutning Fílalags. Eins og alltaf þegar um lifandi viðburð er að ræða, er valinn risastór og kremfylltur fíll, til fílunar.

Fyrir valinu varð eitt allra stærsta lag Íslandssögunnar. Lag sem Íslendingar hafa maukfílað í þrjá og hálfan áratug, inn í bílum, upp á þökum, oná dívönum, bakvið skúra og víðar og víðar. Lag sem með sjálfu heiti sínu spannar meira svæði en flestir listamenn geta látið sig dreyma um að gera með öllu ævistarfi sínu: Himinn og jörð.

Til umfjöllunar eru tveir galdramenn íslenskrar poppsögu: Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson – auk gullinsniðs rokk-kúltúrsins, Þorsteinn Eggertsson. Gunna og Bó þarf náttúrulega ekkert að kynna, en Fílalagsmenn reyndu að nálgast þessa stóru hólka með því að kanna áferð þeirra og örk. Hvert stefndu þeir? Hvert stefnum við, þar sem við erum ævinlega föst milli þessarar jarðar og þessa himsins?

admin42Fílalag – Himinn og jörð
Hlusta

Ískisur 35 – Kaflar 11-12 – Risakisa

In by admin42

Stelpurnar ákveða að framleiða hasarútgáfu af myndinni um dr. Kevorkian með Keanu Reeves, Birnu og Helgu í aðalhlutverkum. Þrællinn, Helga, býður sig fram að líknardrápa (já það er sögn) fyrrum, Birnu, og núverandi, Kristínu, kvalara sína. Helga treystir ekki veggjum lengur sökum vináttu sinnar við mafíuforingjann Birnu. Er það ofmetið að nudda salti í sár? Þarf maður að muna nafnið á tengdaforeldrum sínum ? Er Helga George Costanza Ískisa? Geta nýfætt börn sýnt skilning, verið lítillát og gott fólk? Eru öll börn sem fæðast á jólanótt Jesús? Er í lagi að vera vondur svo lengi sem maður er fallegur? Er Jesús-getnaðarpartý gott partý? Hvernig eru fylgjur á bragðið? Hvernig er best að matreiða þær? Er fylgjuát mannát? Má fólk sem er vegan bora í nefið ?

admin42Ískisur 35 – Kaflar 11-12 – Risakisa