Hlusta

Fílalag – Handle With Care

In by admin42

Leggjum á borð. Hvað er í matinn? Soðinn Bítill, kryddaður með Roy Orbison, eldaður af Jeff Lynne úr ELO, borinn fram með Bob Dylan og til borðs situr Tom Petty.

Traveling Wilburys er mesta súpergrúbba allra tíma. Og það er hægt að fullyrða það hér að þær munu aldrei verða stærri. Reynslumeiri hópur er vandfundin. Samanlagt áttu þeir undir beltinu milljón jónusmóka, milljón munnhörpuslef á kinn, milljón blaðamannafundi. Þetta voru mennirnir með dekkstu sólgleraugun sem tekið höfðu á sig milljarð flassa. Stærstu poppstjörnur sögunnar. Allir í sama bandinu.

Og hvernig hljómar það? Þægilegt fílgúdd.

admin42Fílalag – Handle With Care
Hlusta

ICETRALIA #69 – The Taking of the D

In by admin42

ICETRALIA is the only Icelandic/Australian podcast in the universe.

Two comedians in houses on land, Icelander Hugleikur Dagsson and Australian Jonathan Duffy talk about the joke theft, classical music DJ’s and ingrown thigh hair.

Like us on facebook and love us in life.

admin42ICETRALIA #69 – The Taking of the D
Hlusta

Karfan.is – NBA 2017 – Vesturströndin

In by admin42

Vesturströndin – Over/Under fyrir komandi tímabil í NBA deildinni

Í nótt hefst deildarkeppni NBA deildarinnar loksins. NBA Podcast Körfunnar kíkti yfir hvert einasta lið deildarinnar og væntingar fyrir komandi tímabil með hliðsjón af over/under stuðlum Westgate veðmálahússins. Farið er yfir deildina í öfugri röð, frá því versta til hins besta, eins og þau koma fram á listanum hér fyrir neðan.

30 lið buðu ekki upp á neitt annað en tvískiptan þátt, en þessi er helgaður Vesturströndinni.

Umsjón: Davíð Eldur og Sigurður Orri

Vesturströndin með áætluðum sigrum Westgate:

1. Golden State Warriors 67.5
2. Houston Rockets 55.5
3. San Antonio Spurs 54.5
4. Oklahoma City Thunder 51.5
5. Minnesota Timberwolves 48.5
6. Denver Nuggets 45.5
7. L.A. Clippers 43.5
8. Portland Trail Blazers 42.5
9. Utah Jazz 40.5
10. New Orleans Pelicans 39.5
11. Memphis Grizzlies 37.5
12. Dallas Mavericks 35.5
13. Los Angeles Lakers 33.5
T14.Phoenix Suns 28.5
T14. Sacramento Kings 28.5

admin42Karfan.is – NBA 2017 – Vesturströndin
Hlusta

Karfan.is – NBA 2017 – Austurströndin

In by admin42

Austurströndin – Over/Under fyrir komandi tímabil í NBA deildinni

Í nótt hefst deildarkeppni NBA deildarinnar loksins. NBA Podcast Körfunnar kíkti yfir hvert einasta lið deildarinnar og væntingar fyrir komandi tímabil með hliðsjón af over/under stuðlum Westgate veðmálahússins. Farið er yfir deildina í öfugri röð, frá því versta til hins besta, eins og þau koma fram á listanum hér fyrir neðan.

30 lið buðu ekki upp á neitt annað en tvískiptan þátt, en sá fyrri, þessi, er helgaður Austurströndinni.

Umsjón: Davíð Eldur og Sigurður Orri

Austurströndin með áætluðum sigrum Westgate:

1. Boston Celtics 56.5
2. Cleveland Cavaliers 53.5
3. Toronto Raptors 48.5
T4. Milwaukee Bucks 47.5
T4. Washington Wizards 47.5
6. Miami Heat 43.5
T7. Charlotte Hornets 42.5
T7. Philadelphia 76ers 42.5
9. Detroit Pistons 38.5
10. Orlando Magic 33.5
11. Indiana Pacers 31.5
12. New York Knicks 30.5
13. Brooklyn Nets 28.5
14. Atlanta Hawks 25.5
15. Chicago Bulls 21.5

admin42Karfan.is – NBA 2017 – Austurströndin
Hlusta

Ískisur 31 – Bók 4 – Kaflar 3-4 – Kettlingurinn Graham

In by admin42

Ískisur er skemmtiþáttur um bókabálkinn Ísfólkið og internetkisur. ÍSKISUR eru bæði á facebook og twitter, lítið við! Stelpurnar eru óvenju söngglaðar í þætti vikunnar og reyna að tala um allt annað en efni bókarinnar. Barnauppeldi er t.d. rætt í þaula þar sem niðurstaða er m.a. að froskar eru meðfærilegri en börn og ekki sé alltaf ljóst hvað muni gerast í 5. En getur Bílastæðaguð uppfyllt óskir allra? Er alltaf ávinningur með trúboði? Má setja börn í búr? Hversu langrækin er Silja? Er Sísí viðeigandi gælunafn fyrir Cesilju/Sesselju? Ískisur — Einn, tveir Selfoss!

admin42Ískisur 31 – Bók 4 – Kaflar 3-4 – Kettlingurinn Graham
Hlusta

Fillifjónkan 14. þáttur – Mammapæja

In by admin42

Það er hæð yfir Íslandi frá Finnlandi, augljóslega múmínálfahæð og Lára er globe trotter eins og Kim kardashian á leið í Íslandsheimsókn í fyrsta sinn í langan tíma.

Fillifjónkan ræðir rómantíkina við að drekka neskaffi og lesa moggann í boði Icelandair, standa í stormi í hrauninu fyrir utan Leifsstöð með blauta sómasamloku, að kafna í vindi og úrkomu, það er skeiðárhlaup, kjötbollur í matinn og skóli á morgun. Á síkum stundum rétta þeir sem hafa flust af landi brott fósturjörðinni hinn vangann og eins og Jesú segja: Hit me harder.

Júlía borðar rúnstykki dýft í búðing og bjór í herberginu sínu í Los Angeles og harmar það að hafa ekki tekið lag með Björgvin Halldórs í allt of langan tíma en brestur í Fillipoberio olive oil óðinn.

Fillífjónkan rifjar upp örlög Skjóna sem dó úr elli og hann var vakúmpakkaður sem 1944 réttur. Lára segir frá því hvernig það er að hafa fæðst sama dag og fyrsta farþegaflugvélin fór í loftið, og Júlía talar um hve erfitt það er að bókstafurinn hennar sé alltaf borðaður í desember

Júlía tileinkar mömmu sinni sem er sextug pæja með naglalakk á tánum lag í tilefni stórafmælis, en fær bara eitt lag því Lára er að drífa sig upp í flugvél.

admin42Fillifjónkan 14. þáttur – Mammapæja
Hlusta

SLAYGÐU S03E05: Hún er að fara á ball

In by admin42

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy og Cordelia etja kappi um Heimasætu Sunnydale High en sú keppni tekur óvænta beygju á leiðinni á ballið.

admin42SLAYGÐU S03E05: Hún er að fara á ball
Hlusta

Bíó Tvíó #47 – Hross í oss

In by admin42

Hestar eru í aðalhlutverki í Ríó Tríó þessa vikuna! Andrea og Steindór horfðu á Hross í oss og veltu fyrir sér hvort menn og hestar séu með svipað eðli. En hvað er Tríó Ólafs ósýnilega? Hvaða dýri er mest spennandi að sofa hjá? Hvernig er góð tannheilsa? Allt þetta og Jóga í Bíó Tvíó vikunnar!

admin42Bíó Tvíó #47 – Hross í oss